Snorri þurfti að hætta keppni í La Clusaz

Snorri Einarsson
Snorri Einarsson

Því miður þurfti Snorri að hætta keppni í heimsbikarmóti sem fór fram í La Clusaz í morgun. Snorri veiktist fyrir tveim vikum síðan og voru þau veikindi ennþá að plaga hann í dag. Snorri sagði að hann hafi fundið það að líkaminn væri einfaldlega ekki tilbúinn fljótlega eftir að mótið hófst. Snorri hóf gönguna vel, hóf leik númer 64 en var fljótlega búinn að vinna sig upp í 51.sæti áður en veikindin fóru að gera vart við sig.

Snorri er staðráðinn í því að ná sér af veikindum sem fyrst og mæta aftur í keppnisbrautina.

Úrslit úr mótinu er hægt að sjá hér. Norðmenn gerðu gott mót og fengu meðal annars gull- og silfurverðlaun.