Snorri keppir á morgun á sterku móti

Snorri Einarsson er hér lengst til vinstri
Snorri Einarsson er hér lengst til vinstri

Snorri Einarsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, keppir um helgina á gríðarlega sterku móti í Beitostølen í Noregi. Keppni hefst á morgun með 15 km göngu með hefðbundinni aðferð, á laugardag er 15 km ganga með frjálsri aðferð og á sunnudag er sprettganga. Mótið er gríðarlega sterkt, nánast á pari við heimsbikar í styrkleika en allir fremstu skíðagöngu menn Noregs mæta til leiks. Þekktastir eru auðvitað þeir Petter Northaug og Martin Sundby. 

Við viljum vekja athygli á því að mótið verður í beinni útsendingu frá NRK1 sjónvarpsstöðinni og stendur útsending yfir frá kl.11:30-14:00. Snorri mun ræsa út kl.12:38 og verður fróðlegt að sjá hvernig hann stendur sig á móti stórstjörnum Norðmanna.

Hér verður svo hægt að nálgast öll úrslit. Ráslista morgundagsins má sjá hér.

Á morgun munum við einnig eiga keppendur í Bruksvallarna í Svíþjóð. Þar er landsliðsmaðurinn Brynjar Leó Kristinsson ásamt B-landsliðinu okkar. Á morgun verður keppt í göngu með frjálsri aðferð, karlarnir ganga 10 km og konurnar ganga 5 km.

Hér verður hægt að sjá öll úrslit frá Bruksvallarna ásamt lifandi tímatöku.