Snorri í 22. sæti í 15 km göngu

Kampakátir félagar að lokinni keppni
Kampakátir félagar að lokinni keppni

Snorri Einarsson varð í 22. sæti í 15 km göngu sem var að ljúka á HM í Planica í Slóveníu. Albert Jónsson varð í 72. sæti og Dagur Benediktsson í því 75.

Úrslit keppninnar má sjá hér.

Þetta er næst besti árangur Snorra á HM, en  svipaður árangur og búist var við hjá Alberti og Degi. Albert og Dagur hafa lokið keppni eins og þær Kristrún Guðnadóttir og Gígja Björnsdóttir, en Snorri keppir í 50 km göngu á sunnudaginn.
 
(Fréttin hefur verið uppfærð)