Snorri Eyþór Einarsson með sinn besta árangur

Snorri Eyþór Einarsson varð í 28. sæti í 30 km skiptigöngu á HM sem var að ljúka í Planica í Slóveníu, en hann var ræstur 47. í röðinni. Hann hefur því unnið sig upp um 20 sæti í keppninni.

Þetta er besti árangur Snorra í þessari grein á HM.

Snorri var nokkurn veginn um miðjan hóp keppenda, en Norðmenn röðuðu sér í fyrstu fjögur sætin. Sjá öll úrslit hér.