Snorri er að keppa í World Cup Lillehammer

Snorri byrjar í heimsbikarnum á morgun föstudag þegar hann keppir í 10 km með frjálsri aðferð í Lillehammer í Noregi. Allir bestu verða með og það verður spennandi að sjá hvar hann stendur gagnvart öðrum í heimsbikarnum. Á laugardag er sprettganga sem hann sleppir líklegast en á sunnudag verður hann með í 20 km hefðbundinni göngu í hópstarti. Það er aðferð sem hugnast honum vel þar sem hann er vanur slíku fyrirkomulagi og hefur Snorri staðið sig sérstaklega vel í hópstarti m.a. á HM í Seefeld 2019 í 50 km göngunni þar sem hann endaði í 18.sæti. Í vetur verður HM í Planica í Slóveníu og er það aðalmarkmið Snorra í vetur. Upplýsingar frá mótinu má finna hér: