Snorri á fleygiferð í heimsbikarnum

Snorri Einarsson í brautinni í Lenzerheide í dag. Mynd: NordicFocus
Snorri Einarsson í brautinni í Lenzerheide í dag. Mynd: NordicFocus

Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, er þessa dagana við keppni í Tour de Ski sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í skíðagöngu. Tour de Ski mótaröðin samanstendur af sex mótum í þremur löndum. Keppni byrjað í Lenzerheide í Sviss í gær með sprettgöngu. 

28.desember - Lenzerheide, Sviss - Sprettganga F
87.sæti - Snorri Einarsson

29.desember - Lenzerheide, Sviss - 15 km C
58.sæti - Snorri Einarsson

Öll úrslit frá Lenzerheide má sjá hér.

Næsta keppni fer fram í Oberstdorf í Þýskalandi þar sem keppt verður í 15 km göngu með frjálsri aðferð og hópræsingu á gamlársdag.