SMÍ - Sprettgöngu frestað til mánudags

Búið er að taka ákvörðun um að fresta keppni í sprettgöngu hjá konum og körlum 17 ára og eldri til mánudags. Keppni mánudagsins verður tekin fyrir á fararstjórafundi eftir keppni á morgun, laugardag.
Á morgun laugardag verður keppt samkvæmt dagskrá mótsins með frjálsri aðferð í öllum flokkum.
Fyrir þá sem eru staddir á Ólafsfirði eða nágrenni eru brautir troðnar og klárar til skoðunar.