SMÍ og UMÍ um helgina í Bláfjöllum

Tvö landsmót á skíðum eru í Bláfjöllum um helgina.

Skíðamót Íslands í skíðagöngu fer fram í Bláfjöllum um helgina en forkeppni hófst í gær, fimmtudag. Mótið er í umsjón Skíðagöngufélagsins Ulllar. Mótsboð með dagskrá og kortum af brautum má finna hér. 

Þá fer Unglingalandsmót í alpagreinum einnig fram í Bláfjöllum um helgina í umsjón Skíðadeildar Ármanns. Alls er keppt í 12 flokkum og greinum. Slóð inn á mótið, skráningar og úrslit má sjá hér.