SMÍ - Kristrún og Snorri sigruðu með frjálsri aðferð

Efstu þrjár í kvennaflokki
Efstu þrjár í kvennaflokki

Fyrstu keppni í skíðagöngu á Skíðamót Íslands var að ljúka en keppt var með frjálsri aðferð í dag. Í fullorðinsflokki fóru konur 5 km og karlar 10 km og var hópræsing. Þau Kristrún Guðndóttir og Snorri Einarsson, bæði úr skíðagöngufélaginu Ulli, sigruðu nokkuð örugglega. Var þetta annar íslandsmeistaratitill Kristrún með frjálsri aðferð en hún vann einnig árið 2019. Hjá Snorra var þetta hans fjórði íslandsmeistaratitill í greininni en hann hefur unnið hefur unnið þessa grein á Skíðamóti Íslands síðan 2018, að undanskildu árinu 2020 en það var Skíðamóti Íslands aflýst. 
Þau Birta María Vilhjálmsdóttir, SKA og Fróði Hymer, Ulli, sigruðu svo 17-18 ára flokkana.

Eftir reglugerðar breytingar á síðasta skíðaþingi í haust vour 13-16 ára iðkendur einnig á Skíðamóti Íslands, en þau hafa hingað til keppt á sínu Íslandsmeistaramóti á Unglingameistaramóti Íslands. Í 15-16 ára flokki stúlkna var mesta spennan en þar fór svo að María Kristín Ólafsdóttir, Ulli, sigraði með einungis 5 sekúndum. Í flokki 15-16 ára drengja sigraði Grétar Smári Samúelsson frá Ísafirði. Í flokki 13-14 ára voru það svo heimfólk sem sigraði báða flokka, stúlkna megin var það Svava Rós Kristófersdóttir og drengja megin var það Árni Helgason sem sigraði, en þau koma bæði frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.

Öll úrslit er hægt að nálgast hér í nýja mótakerfinu.

Konur
1. Kristrún Guðnadóttir - Ullur
2. Gígja Björnsdóttir - SKA
3. Elsa Guðrún Jónsdóttir - SÓ

Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Dagur Benediktsson - SFÍ
3. Isak Stianson Pedersen - SKA

17-18 ára stúlkur
1. Birta María Vilhjálmsdóttir - SKA

17-18 ára drengir
1. Fróði Hymer - Ullur
2. Ástmar Helgi Kristinsson - SFÍ

15-16 ára stúlkur
1. María Kristín Ólafsdóttir - Ullur
2. Sigríður Dóra Guðmundsdóttir - Ullur
3. Árný Helga Birkisdóttir - SFS

15-16 ára drengir
1. Grétar Smári Samúelsson - SFÍ
2. Hjalti Böðvarsson - Ullur
3. Birkir Kári Gíslason - SKA

13-14 ára stúlkur
1. Svava Rós Kristófersdóttir - SÓ
2. Dagný Emma Kristinsdóttir - SFÍ
3. Silja Rún Þorvaldsdóttir - SÓ

13-14 ára drengir
1. Árni Helgason - SÓ
2. Eyþór Freyr Árnason - SFÍ
3. Stefán Þór Birkisson - SFS