SMÍ - Hólmfríður og Matthias sigruði einnig stórsvigið

Matthias og Hólmfríður
Matthias og Hólmfríður

Keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands hélt áfram í dag með kepni í stórsvigi. Þrátt fyrir mikinn hita að undanförnu voru aðstæður virkilega góðar á Dalvík í dag. 

Þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Matthias Kristinsson sigruðu stórsvigið eins og svigið í gær. Bæði sigruðu þau örugglega í dag og voru með bæði með besta tímann í báðum ferðum.

Öll úrslit má nálgast hér í mótakerfi SKÍ.

Konur
1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármann
2. Elín Elmarsdóttir Val Pelt - Víkingur
3. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann

Karlar
1. Matthias Kristinsson - Skíðafélag Ólafsfjarðar
2. Gauti Guðmundsson - KR
3. Jón Erik Sigurðursson - Fram

18-20 ára stúlkur
1. Fríða Kristín Jónsdóttir - Skíðafélag Akureyrar

18-20 ára drengir
1. Gauti Guðmundsson - KR
2. Jón Hákon Garðarsson - Breiðablik

16-17 ára stúlkur
1. Elín Elmarsdóttir Van Pelt - Víkingur
2. Jóhanna Lilja Jónsdóttir - Skíðafélagið í Stafdal
3. Guðbjörg Eva Guðmundsdóttir - Víkingur

16-17 ára drengir
1. Matthias Kristinsson - Skíðafélag Ólafsfjarðar
2. Jón Erik Sigurðsson - Fram
3. Pétur Reidar Pétursson - KR