SMÍ 2019 - Úrslit úr liðaspretti

Skíðamóti Íslands lauk með keppni í liðaspretti á Ísafirði. Tíu lið voru skráð til leiks, fimm hjá hvoru kyni. Sprettgönguhringur var 800 metrar og var keppt með frjálsri aðferð.

Kvennaflokkur
1. Skíðafélag Akureyrar
2. Skíðafélag Ísfirðinga - sveit 1
3. Skíðafélag Ísfirðinga - sveit 2

Karlaflokkur
1. Skíðafélag Ísfirðinga - sveit 1
2. Skíðafélag Akureyrar - sveit 1
3. Skíðafélag Ísfirðinga - sveit 2

Heildarúrslit frá liðasprettinum, sem og öll úrslit frá skíðagöngunni, má sjá hér.

Hér að neðan má sjá myndband frá úrslitasprettinum hjá körlum.