SMÍ 2019 - María og Sturla Íslandsmeistarar í svigi

María og Sturla fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í svigi í dag
María og Sturla fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í svigi í dag

Í dag lauk Skíðamóti Íslands með keppni í svigi í Böggvisstaðafjalli á Dalvík.

Veðurguðirnir hreinlega léku við keppendur og mótsgesti í dag og vart hægt að hugsa sér betra skíðaveður.  Mjög gott skíðafæri var í morgun en þónokkur sólbráð varð eftir því sem leið á daginn sem þyngdi aðeins færið í seinni ferðinni.  Sýnt var beint frá mótinu í dag á FB-síðu Skíðasambandsins.

Úrslitin í sviginu urðu þannig að Íslandsmeistarar 2019 urðu þau María Finnbogadóttir úr Tindastóli og Sturla Snær Snorrason úr Ármanni.

Úrslit dagsins í öllum flokkum urðu eftirfarandi:

16-17 ára stúlkur:
1. Guðfinna Eir Þorleifsdóttir - SKA - 1:56,37
2. Krstín Sara Magnúsdóttir - Ármanni - 2:01,46
3. Fríða Kristín Jónsdóttir - SKA - 2:02,44

16-17 ára piltar:
1. Jón Hákon Garðarsson - SLRB - 1:55,29
2. Aron Máni Sverrisson - SKA - 1:55:40
3. Alexander Smári Þorvaldsson - SKA - 1:55:56 

18-20 ára stúlkur:
1. María Finnbogadóttir - Tindastóli - 1:51,68
2. Hjördís Kristinsdóttir - Ármanni - 1:58,32
3. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SLRB - 1:59,83

18-20 ára piltar:
1. Georg Fannar Þórðarson - SLRB - 1:50,73 
2. Björn Ásgeir Guðmundsson - Ármanni - 1:53,67
3. Bjarki Guðjónsson - SKA - 1:54:00

Fullorðinsflokkur kvenna:
1. María Finnbogadóttir - Tindastóli - 1:51,68
2. Freydís Halla Einarsdóttir - Ármanni - 1:51,81
3. Guðfinna Eir Þorleifsdóttir - SKA - 1:56,37

Fullorðinsflokkur karla:
1. Sturla Snær Snorrason - Ármanni - 1:46,43
2. Georg Fannar Þórðarson - SLRB - 1:50,73
3. Jón Óskar Andrésson - SKA - 1:52,12

Úrslit dagins má sjá nánar hér: Konur / Karlar

Við tókum þau Maríu og Sturlu tali að móti loknu: