SMÍ 2019 - Kristrún og Snorri Íslandsmeistarar í sprettgöngu

Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson
Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson

Skíðamót Íslands (SMÍ) hófst í dag með keppni í sprettgöngu. Skíðagönguhluti SMÍ fer fram á Ísafirði en vegna snjóleysis þurfti að færa alpagreinahlutann til Dalvíkur, keppni þar hefst á laugardag.

Frábærar aðstæður voru á Seljalandsdal í dag þar sem sprettgangan fór fram. Veður hefði varla getið verið betra og aðstæður í brautinni til fyrirmyndar. Keppnin var jöfn og spennandi allt til loka og virkilega skemmtilegt mót að fylgjast með.

Íslandsmeistarar í sprettgöngu er þau Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson, bæði úr skíðagöngufélaginu Ulli.

Sprettganga kvenna - 1 km C
1. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Anna María Daníelsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Kolfinna Íris Rúnarsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga

Sprettganga karla - 1 km C
1. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísfirðinga
3. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson - Skíðafélag Akureyrar

Öll úrslit má sjá hér.

Á morgun fer fram 5/10 km ganga með hópræsingu og frjálsri aðferð. Keppni hefst kl.16:00 hjá konum og kl.16:30 hjá körlum.