Skíðaþing 20. og 21. október á Sauðárkróki

Á fundi stjórnar Skíðasambandsins í gær, 28. ágúst sl., var samþykkt að þing sambandsins yrði haldið dagana föstudaginn 20. og laugardaginn 21. október nk. á Sauðárkróki.

Vakin er athygli á að laga- og reglugerðarbreytingar ásamt öðrum málefnum sem taka á fyrir á þinginu skulu berast stjórn SKÍ í síðasta lagi þremur vikum fyrir þingið, þ.e. 29. september nk. Eins skulu framboð til stjórnar tilkynnt með sama fyrirvara til kjörnefndar. Kjörnefnd skipa:

  • Selma Árnadóttir, Reykjavík
  • Fannar Gíslason, Akureyri
  • Kristján Hauksson, Ólafsfirði

 Dagskrá með nánari upplýsingum verður send sambandsaðilum eigi síðar en tveimur vikum fyrir þingið skal senda aðildarfélögum skriflegt fundarboð, síðara fundarboð ásamt upplýsingum um tillögur, framboð og mál sem leggja á fyrir þingið. Þingið getur þó tekið fyrir mál borin upp með skemmri fyrirvara að fengnu samþykki ⅔ hluta þingfulltrúa.