Skíðasambandið leitar að áhugasömu fólki til að taka þátt!

Skíðasambandið leitar að áhugasömu fólki til að taka þátt!

Í kjölfar samþykktar Skíðaþings mun stjórn SKÍ skipa að minnsta kosti fjögurra manna vinnuhópa sem vinna að hæfileikamótunaráætlun fyrir allar keppnisgreinar innan SKÍ.

Vinnuhóparnir munu:

  • Setja fram sameiginlega hæfileikamótunaráætlun fyrir hverja grein

  • Styðjast við nýjustu leiðbeiningar og upplýsingar sem til eru

  • Móta efni sem nýtist sem best innan keppnisgreina SKÍ

Við leitum að einstaklingum með áhuga á að leggja sitt af mörkum til framtíðar skíðaiðkunar á Íslandi, hvort sem um ræðir þjálfara, keppendur, fyrrum iðkendur eða aðra sem hafa reynslu og metnað í þróun íþróttarinnar.


IceGirls – nýtt verkefni kynnt á Skíðaþingi

SKÍ leitar einnig að þjálfurum til að taka að sér þjálfun fyrir IceGirls verkefnið, sem kynnt var á Skíðaþingi.
Verkefnið hefur það markmið að styðja við og efla þátttöku stúlkna í alpagreinum og skapa hvetjandi umhverfi fyrir unga iðkendur.


Nánari upplýsingar veitir:
Brynja, afreksstjóri SKÍ
Sími: 846 0420, netfang: brynja@ski.is

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í vinnuhópi eða sem þjálfari fyrir IceGirls, hafðu samband við Brynju, við viljum heyra frá þér!