Vinnuhóparnir munu:
Setja fram sameiginlega hæfileikamótunaráætlun fyrir hverja grein
Styðjast við nýjustu leiðbeiningar og upplýsingar sem til eru
Móta efni sem nýtist sem best innan keppnisgreina SKÍ
Við leitum að einstaklingum með áhuga á að leggja sitt af mörkum til framtíðar skíðaiðkunar á Íslandi, hvort sem um ræðir þjálfara, keppendur, fyrrum iðkendur eða aðra sem hafa reynslu og metnað í þróun íþróttarinnar.
SKÍ leitar einnig að þjálfurum til að taka að sér þjálfun fyrir IceGirls verkefnið, sem kynnt var á Skíðaþingi.
Verkefnið hefur það markmið að styðja við og efla þátttöku stúlkna í alpagreinum og skapa hvetjandi umhverfi fyrir unga iðkendur.
Nánari upplýsingar veitir:
Brynja, afreksstjóri SKÍ
Sími: 846 0420, netfang: brynja@ski.is
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í vinnuhópi eða sem þjálfari fyrir IceGirls, hafðu samband við Brynju, við viljum heyra frá þér!