Skíðasamband Íslands auglýsir eftir alpagreina, skíðagöngu og snjóbrettaþjálfurum fyrir næsta tímabil í nokkur verkefni í hæfileikamótun og mögulega landsliðsverkefni.
Verkefnin í hæfileikamótun í alpareinum eru þrekbúðir í haust, æfingaferð til Stubai í lok október, skíðahelgi í desember og mögulega keppnisferð erlendis eftir jól. Landsliðsverkefnið er æfingabúðir erlendis í ágúst.
Verkefnið í skíðagöngu er meðal annars æfingaferð til Noregs um áramótin.
Verkefnin í snjóbrettum eru æfingaferð til Stubai í lok október og æfingahelgi í des/jan á Íslandi.
Starfandi þjálfarar eru sérstaklega hvattir til að sækja um og eru félögin hvött til að benda sínum þjálfurum á að sækja um.
Umsóknir sendist á brynja@ski.is fyrir lok sunnudagsins 1. júní 2025
Nánari upplýsingar gefur Brynja í síma 846-0420 eða brynja@ski.is