Skíðaþingið var haldið í Garðabæ og var mjög góð þátttaka frá öllum aðildarfélögum sambandsins.
Á þinginu var Gísli Reynisson kjörinn nýr formaður SKÍ til tveggja ára. Gísli hefur undanfarin ár setið í stjórn SKÍ sem gjaldkeri. Við þetta tækifæri óskaði Bjarni Th. Bjarnason fráfarandi formaður skíðahreyfingunni góðs gengis á komandi árum. Bjarni hefur verið formaður sambandsins undanfarin sex ár. Á þessum tímamótum vill Bjarni þakka öllum sem hann hefur starfað með í stjórn skíðasambandsins, þjálfurum, nefndarfólki og aðilum í skíðahreyfingunni allri fyrir góða viðkynningu.
Nýr formaður lítur björtum augum á framtíðina í hreyfingunni, enda mikill kraftur sem býr í grasrótinni og mikill metnaður. Gísli hlakkar til að taka þetta verkefni að sér og lofar að vinna að heilindum fyrir alla hreyfinguna til að tryggja hag hennar og sýnileika.
Stjórn Skíðasambandsins 2025-27 skipa.
Formaður: Gísli Reynisson
Meðstjórnendur: Fjalar Úlfarsson varaformaður, Ásgerður Þorleifsdóttir gjaldkeri og Hugrún Elvarsdóttir ritari.
Ásgerður, Fjalar og Ólafur koma ný inn í stjórnina.
Skíðasambandið þakkar Bjarna Th. Bjarnasyni, Einars Ólafssyni og Jóni Agli fyrir óeigingjarnt og gott starf innan sambandsins undanfarin ár.
Bjarni Th. Bjarnason, fráfarandi formaður SKÍ; Sigurður Hauksson, framkv.stj. SKÍ; Daði Rúnarsson, þingritari; Friðrik Einarsson, þingforseti.
Heiðursviðurkenningar SKÍ
Silfurmerki SKÍ
Gullmerki SKÍ:
Heiðurskross SKÍ:
Egill T. Jóhannsson Ármann og fyrrverandi formaður SKÍ
Stefán Árni Auðólfsson, Skíðadeild Breiðabliks, silfurmerki; Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, Skíðadeild Víkings, silfurmerki; Cathrine Van Pelt, Skíðadeild Víkings, silfurmerki; Garðar Þorvarðarson, Skíðadeild Breiðabliks, silfurmerki; Jón Kornelíus Magnússon, Skíðadeild ÍR, silfurmerki; Kristinn Gíslason, Skíðadeild ÍR, Gullmerki; Guðmundur Gunnlaugsson, Skíðadeild Ármanns, Gullmerki; Egill T. Jóhannsson, Skíðadeild Ármanns, heiðurskross; Bjarni Th. Bjarnason, formaður SKÍ. Ari Wendel fráverandi vegna smalamennsku.
Skíðaþing samþykkti samhljóða að stjórn SKÍ skipi í a.m.k. fjögra manna vinnuhópa.
Vinnuhópar setji fram hæfileikamótunaráætlun fyrir allar keppnisgreinar innan SKÍ. Vinnuhópar skulu styðjast við og taka mið af nýjustu leiðbeiningum og upplýsingum sem til eru en vinnuhópar koma sér samanum það efni sem á að rúmast innan slíkrar áætlunar. Markmiðið er að afurð vinnuhópanna nýtist sem best fyrir keppnisgreinar innan SKÍ.
Vinnuhópur geri heildarúttekt á aðstöðumálum til æfinga í öllum keppnisgreinum innan SKÍ. Vinnan taki mið af og hafi til hliðsjónar skýrslu Fannars Gíslasonar sem leit dagsins ljós í upphafi árs 2025. Að öðru leyti mótar vinnuhópurinn sjálfur hvernig úttektin verður uppbyggð. Markmiðið er að afurð vinnuhópsins eigi erindi til bæjarfélaga sem reka skíðasvæði, til skíðafélaga, til ÍSÍ og til ráðherra menntamála ásamt öðrum aðilum sem málinu geta tengst.
Leitast skal eftir a.m.k. einum aðila frá hverjum landsfjórðungi í hvorn vinnuhóp. Tryggja skal jafnvægi milli allra greina.
Vinnuhópar skulu skila af sér skýrslu/áætlun sem verður lögð fyrir næsta skíðaþing.
Góð mæting á þinginu.
Þingið samþykkti með meirihluta atkvæða að færa aðsetur og varnaþing sambandsins í Laugardalinn, höfuðstöðvar ÍSÍ.
Nánari grein verður gerð fyrir niðurstöður þingsins við útgáfu þinggerðar á næstu dögum.