Skíðamótum frestað vegna veðurs

Bikarmóti 12-15 ára á Dalvík og Hermannsgöngunni hefur verið frestað vegna veðurs.

"Mótanefnd Hermannsgöngunnar hefur  ákveðið í samráði við Skíðagöngunefnd SKÍ  að fresta Hermannsgöngunni 2023 um eina viku eða til laugardagsins 4. febrúar. Er þetta gert vegna slæmrar veðurspár og erfiðra ferðaaðstæðna. Nánari upplýsingar verða svo gefnar á næstu dögum," segir í tilkynningu frá mótshaldara.

Þá hefur mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur óskað eftir því að mótinu, sem fram átti að fara um helgina, verði frestað og nýt dagsetning verði fundin.

Tilkynningar um nýjar dagsetningar verða birtar þegar þær liggja fyrir.