Skíðamót Íslands hefst í Hlíðarfjalli á morgun

Skíðamót Íslands 2021 hefst á morgun með keppni í stórsvigi í fyrramálið og sprettgöngu seinni partinn. Flestir af okkar bestu keppendum eru mættir til Akureyrar og eru fullir eftirvæntingar fyrir komandi dögum.

Hægt verður að fylgjast með lifandi tímatöku í alpagreinum hér. Dagskrá mótsins í heild sinni er að finna hér neðar á síðunni undir viðburðir.