Skíðamót Íslands fer fram og hefst á morgun

Ákveðið hefur verið að Skíðamót Íslands fari fram í alpagreinum og skíðagöngu. Mótið fer fram í Hlíðarfjalli við Akureyri og hefst annað kvöld með keppni í sprettgöngu.

Dagskrá

Alpagreinar
29.apríl: Stórsvig
30.apríl: Svig

Skíðaganga
28.apríl: Sprettganga
29.apríl: 10/15 km
30.apríl: 5/10 km

Í alpagreinum verður einnig keppt á fleiri FIS mótum og fara fram tvö ENL svigmót á morgun, auk svig og stórsvigs 29. og 30.apríl. Í alpagreinum er uppleggið því fjögur svig og tvö stórsvig á næstu þremur dögum.

Upplýsingar um viðburðina má finna undir viðburðum hér á heimasíðunni.