Skíðamót Íslands á Dalvík og Ísafirði

Skíðamót Íslands hefst formlega á fimmtudaginn en mótið fer fram á tveimur stöðum í ár. Upphaflega var mótinu úthlutað til Skíðafélags Ísfirðinga en vegna snjóleysis á alpagreinasvæðinu á Ísafirði þurfti að grípa til breytinga. Haft var samband við aðra mótshaldara og staðan tekin á snjóalögum. Á endanum var ákveðið að halda skíðagönguhlutanum á Ísafirði enda frábærar aðstæður þar til keppni í skíðagöngu og mótshaldari með allt klárt. Hins vegar þurfti að færa alpagreinahlutann og tók Skíðafélag Dalvíkur það að sér.

Skíðamót Íslands - Skíðagönguhluti á Ísafirði

Fimmtudagur 4.apríl
15:00 - Fararstjórafundur, Seljalandsdalur
17:00 - Forkeppni í sprettgöngu
18:00 - Úrslit í sprettgöngu
20:00 - Mótssetning og verðlaunaafhending í sprettgöngu, Safnahúsið
21:00 - Fararstjórafundur, Safnahúsið

Föstudagur 5.apríl - 5/10 km F, hópræsing
16:00 - Konur 5 km
16:30 - Karlar 10 km
17:30 - Fararstjórafundur, Seljalandsdalur

Laugardagur 6.apríl - 10/15 km C, einstaklingsræsing
12:00 - Konur 10 km
12:45 - Karlar 15 km
14:00 - Fararstjórafundur, Seljalandsdalur
19:00 - Lokahóf á Hótel Ísafirði

Sunnudagur 7.apríl - Liðasprettur
11:00 - Konur 2x3x0,8 km
11:45 - Karlar 2x3x1 km
Verðlaunaafhending að keppni lokinni

Facebook síða mótsins
Heimasíða mótshaldara
Úrslit á heimsíðu FIS

Skíðamót Íslands - Alpagreinahluti á Dalvík

Föstudagur 5.apríl
20:00 - Fararstjórafundur, Brekkasel Dalvík.

Laugardagur 6.apríl - Stórsvig
09:10 - Skoðun fyrri ferð
10:00 - Start fyrri ferð
11:30 - Skoðun seinni ferð
12:20 - Start seinni ferð
Fararstjórafundur eftir keppni í Brekkuseli.
15:00 - Verðlaunaafhending og kaffi í Bergi menningarhúsi Dalvíkur.

Sunnudagur 7.apríl - Svig
09:10 - Skoðun fyrri ferð
10:00 - Start fyrri ferð
11:30 - Skoðun seinni ferð
12:20 - Start seinni ferð
Verðlaunafhending eftir keppni í Brekkuseli.

Facebook síða mótsins
Heimasíða mótshaldara
Úrslit á heimasíðu FIS