SMÍ 2019 - Hólmfríður og Sturla Íslandsmeistarar í stórsvigi

Hólmfríður Dóra og Sturla Snær - Íslandsmeistarar í stórsvigi 2019
Hólmfríður Dóra og Sturla Snær - Íslandsmeistarar í stórsvigi 2019

Keppni í alpagreinum hófst á Skíðamóti Íslands 2019 á Dalvík í dag með keppni í stórsvigi.

Frábært veður var í Böggvisstaðafjalli í dag, sól, lyngt og hiti rétt yfir frostmarki.  Skíðafæri var líka gott, nokkuð hart fyrri partinn en mýktist eftir því sem á leið.  Alls voru 44 keppendur skráðir til leiks í dag, 19 konur og 25 karlar.  Bein útsending var á FB-síðu Skíðasambandsins og má þar sjá báðar ferðirnar frá því í dag.

Eftir mjög spennandi og góða keppni fór svo að Íslandsmeistarar í stórsvigi 2019 urðu þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sturla Snær Snorrason, bæði úr Ármanni.

Úrslit í stórsvigi:

Konur:

1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármanni - 2:04,85
2. Freydís Halla Einarsdóttir - Ármanni - 2:05,26 (+0,41)
3. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SKRR - 2:05,41 (+0,56)

Karlar:

1. Sturla Snær Snorrason - Ármanni - 1:59,71
2. Georg Fannar Þórðarson - SKRR - 2:01,25 (+1,54)
3. Gísli Rafn Guðmundsson - Ármanni - 2:01,29 (+1,58)

Heildarúrslit dagsins má sjá hér - Konur - Karlar

Við tókum þau Hólfríði og Sturlu tali að móti loknu: