Skíðalandsmótið í alpagreinum flutt til Dalvíkur og Akureyrar

Skíðalandsmótið í alpagreinum í ár verður haldið á Dalvík og Akureyri vegna snjóleysis fyrir austan.

Skíðafélögin á Akureyri og Dalvík hafa samþykkt að taka að sér sameignlega framkvæmd Skíðalandsmótsins í ár.

Nánari upplýsingar, með tímaseðli o.fl. verða sendar út síðar.