Skíðagöngumenn kepptu víðsvegar um helgina

Sævar Birgisson í Lygna um helgina.
Sævar Birgisson í Lygna um helgina.

Nú þegar keppnistímabilið er komið á fullt er fjöldinn allur af Íslenskum keppendum við keppni víðsvegar um heiminn. Um helgina kepptu þau Sævar Birgisson og Elsa Guðrún Jónsdóttir í Lygna í Noregi. Í gær, laugardag, var keppt í göngu með hefðbundinni aðferð, konur gengu 10km og karlar 15km. Sævar Birgisson var að keppa á sínu fyrsta móti á þessu tímabili en í sumar hefur hann verið að ná sér af þrálátum bak meiðslum. Endaði hann í 84.sæti og fékk 171.66 FIS stig. Elsa Guðrún Jónsdóttir sem hefur verið í sérflokki í mótum á Íslandi var að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega FIS mót síðan 2006 og er það frábært að hún sé farin að keppa alþjóðlega aftur. Elsa Guðrún átti mjög flotta göngu og endaði í 13.sæti og fékk 140.04 FIS stig og eru það hennar bestu punktar á ferlinum. Í dag kepptu þau svo í sprettgöngu þar sem Sævar endaði í 63.sæti og Elsa í 10.sæti. 

Öll úrslit frá Lygna má sjá hér.

Brynjar Leó Kristinsson keppti í Boden í Svíþjóð. Á föstudaginn keppti hann í 15km göngu með hefðbundinni aðferð og endaði í 82.sæti og fékk 175.14 FIS stig. Í dag, sunnudag, hóf hann svo keppni í 15km göngu með frjálsri aðferð en hætti í miðri göngu eftir að hafa lent í samstuði við annan keppanda. Við samstuðið brotnaði annar stafurinn hjá Brynjari og erfiðlega gekk að fá annan staf og því þurfi hann að hætta keppni eftir að hafa gengið smá spöl einungis með einn staf. Anna María Daníelsdóttir keppti einnig á mótinu í sprettgöngu í gær og 5km göngu með frjálsri aðferð í dag.

Öll úrslit frá Bodum má sjá hér.

Eins og áður hefur komið fram keppti Snorri Einarsson í heimsbikar í La Clusaz í Frakklandi á laugardag en þurfti að hætta keppni sökum veikinda.