Gott gengi landsliðsfólksins á sænska bikarmótinu í Falun
Dagana 9.–11. nóvember tóku landsliðsfólkið Kristrún Guðnadóttir, Ástmar Helgi Kristinsson og Einar Árni Gíslason þátt í sænska bikarmótinu í Falun.
Keppt var í þremur greinum:
10 km með hefðbundinni aðferð,
10 km með frjálsri aðferð,
og sprinti með frjálsri aðferð.
Árangur íslensku keppendanna var nokkuð góður á mótinu. Á föstudeginum, í 10 km hefðbundinni göngu, náði Einar Árni einum af sínum betri punktum og var sáttur við frammistöðu sína í keppninni.
Á laugardeginum var keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð. Þar áttu Ástmar Helgi og Einar Árni ágæta keppni. Kristrún Guðnadóttir stóð sig einnig vel, hafnaði í 18. sæti í forkeppni og tryggði sér þar með sæti í fjórðungsúrslitum. Hún endaði í fimmta sæti í sínum riðli og komst því ekki áfram í undanúrslit, en frammistaðan engu að síður mjög góð.
Næst á dagskrá hjá Ástmari Helga og Einari Árna er þátttaka á norska meistaramótinu, sem hefst á miðvikudag.
Dagur Benediktsson heldur í hæðarþjálfun til Ítalíu 14. janúar, en Kristrún verður áfram í Noregi við æfingar fram að leikunum.


