Skíðaganga í sumarsól

Ljóstm. SKÍ.
Ljóstm. SKÍ.

Landslið SKÍ ásamt afrekshópi sambandsins í göngu hefur verið í æfingabúðum á Akureyri frá því föstudeginum 26. maí sem standa til 2. júní. Um er að ræða þrekæfingar, þrekpróf og aðrar æfingar.

Á fimmtudagskvöldið, fyrir æfingabúðirnar, voru þeir Snorri Eyþór Einarsson og Vegard Karlstrom landsliðsþjálfari með fyrirlestur um þjálfun  í skíðagöngu með áherslu á þjálfun ungra skíðagöngumanna.

Góð stemning er í hópnum og ánægja ásamt tilhlökkun fyrir komandi tímabil. Á myndinni, sem tekin var af hópnum, á Ráðhústorginu á Akureyri eru t.v.: Sigríður Dóra Guðmundsdóttir, Einar Árni Gíslason, Dagur Benediktsson, Birta María Vilhjálmsdóttir, Vegard Karlstrom landsliðsþjálfari, Ævar Freyr Valbjörnsson, Elvar Björn Ólafsson, Kristrún Guðnadóttir, Ástmar Helgi Kristinsson og Grétar Smári Samúelsson.