Skíðafólk ársins 2025

Skíðafólk ársins 2025, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Jón Erik Sigurðsson (samsett mynd)
Skíðafólk ársins 2025, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Jón Erik Sigurðsson (samsett mynd)

Skíðakona ársins 2025 er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og skíðamaður ársins er Jón Erik Sigurðsson.

Skíðakona ársins 2025 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Hólmfríður Dóra hefur á árinu 2025 staðið sig með eindæmum, bæði á alþjóðavettvangi og innanlands, hún
hefur staðið sig framúrskarandi á tímabilinu, síðast með því að vinna Suður-Ameríkubikarinn samanlagt núna í september síðastliðnum. Sem gaf Hólmfríði Dóru fyrsta álfubikarinn á ferlinum. Í þeirri mótaröð var hún meðal þeirra efstu í öllum mótum, vann þrjú silfur og eitt brons, og bætti FIS stig sín í risasvigi umtalsvert. Þessi bæting styrkir stöðu hennar á heimlista og er hún núna undir 100 á heimslista í risasvigi.

  • Á heimsmeistaramótinu í Saalbach endaði hún í 29. sæti í bruni og keppti einnig í svigi,
    stórsvigi og risasvigi.
  • Hólmfríður varð Íslandsmeistari í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.
  • Hólmfríður tók þátt í tveimur heimsbikarmótum á árinu, bruni og risasvigi.

 

Skíðamaður ársins 2025 Jón Erik Sigurðsson

Jón Erik hefur átt afbraðgs tímabil sem kristallaðist sérstaklega í fordæmalausum stöðugleika.
Árið hófst á 11 móta hrinu, alþjóðlegra móta, á Ítalíu þar sem að Jón Erik lenti á palli í hverju einasta móti og sigraði tvö
mót. Í kjölfarið hófst undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í Saalbach, Austurríki, en á mótinu tókst Jóni Erik að vinna sig inn í úrslitakeppnina í bæði svigi og stórsvigi. Næsta verkefni hjá Jóni var Heimsmeistaramót unglinga, þar sem Jón Erik hafnaði í 39. sæti í
stórsvig og 22. sæti í svig. Jón Erik náði með því besta árangri sem Íslendingur hefur náð í svigi á
Heimsmeistaramót unglinga. Í lok mars, kom Jón Erik til Íslands ásamt öðrum landsliðsmönnum til að keppa á Skíðamóti Íslands, en þar hneppti Jón Erik Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi. Jón Erik hefur byrjað nýjan vetur af krafti og hafnaði í öðru og fyrsta sæti á sterkum alþjóðlegum mótum í Finnlandi, þar sem hann skoraði sín bestu FIS-stig til þessa. Jón Erik er kominn undir 200 á heimslista í svigi. Frá síðasta vali (des. 2024) fór Jón Erik úr 988. sæti á heimslista í 199. sæti í svigi og 1.215. sæti í 390. sæti í stórsvigi.

  • 15 sinnum í topp 3 á alþjóðlegum mótum
  • 3 sigrar á alþjóðlegum mótum
  • Íslandsmeistari í stórsvigi
  • 22 sæti í svigi á Heimsmeistaramót unglinga
  • 39 sæti í stórsvigi á Heimsmeistaramót unglinga
  • 19 sæti í stórsvigi í undankeppni Heimsmeistaramótsins
  • 24 sæti í svigi í undankeppni Heimsmeistaramótsins

Skíðasamband Íslands óskar þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með viðurkenninguna.

Skrifstofa SKÍ sendir hátíðar kveðjur, og óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar kærlega fyrir samfylgdina á árinu.