Skíðakona ársins 2025 er Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og skíðamaður ársins er Jón Erik Sigurðsson.
Skíðakona ársins 2025 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Hólmfríður Dóra hefur á árinu 2025 staðið sig með eindæmum, bæði á alþjóðavettvangi og innanlands, hún
hefur staðið sig framúrskarandi á tímabilinu, síðast með því að vinna Suður-Ameríkubikarinn samanlagt núna í september síðastliðnum. Sem gaf Hólmfríði Dóru fyrsta álfubikarinn á ferlinum. Í þeirri mótaröð var hún meðal þeirra efstu í öllum mótum, vann þrjú silfur og eitt brons, og bætti FIS stig sín í risasvigi umtalsvert. Þessi bæting styrkir stöðu hennar á heimlista og er hún núna undir 100 á heimslista í risasvigi.
Skíðamaður ársins 2025 Jón Erik Sigurðsson
Jón Erik hefur átt afbraðgs tímabil sem kristallaðist sérstaklega í fordæmalausum stöðugleika.
Árið hófst á 11 móta hrinu, alþjóðlegra móta, á Ítalíu þar sem að Jón Erik lenti á palli í hverju einasta móti og sigraði tvö
mót. Í kjölfarið hófst undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í Saalbach, Austurríki, en á mótinu tókst Jóni Erik að vinna sig inn í úrslitakeppnina í bæði svigi og stórsvigi. Næsta verkefni hjá Jóni var Heimsmeistaramót unglinga, þar sem Jón Erik hafnaði í 39. sæti í
stórsvig og 22. sæti í svig. Jón Erik náði með því besta árangri sem Íslendingur hefur náð í svigi á
Heimsmeistaramót unglinga. Í lok mars, kom Jón Erik til Íslands ásamt öðrum landsliðsmönnum til að keppa á Skíðamóti Íslands, en þar hneppti Jón Erik Íslandsmeistaratitilinn í stórsvigi. Jón Erik hefur byrjað nýjan vetur af krafti og hafnaði í öðru og fyrsta sæti á sterkum alþjóðlegum mótum í Finnlandi, þar sem hann skoraði sín bestu FIS-stig til þessa. Jón Erik er kominn undir 200 á heimslista í svigi. Frá síðasta vali (des. 2024) fór Jón Erik úr 988. sæti á heimslista í 199. sæti í svigi og 1.215. sæti í 390. sæti í stórsvigi.
Skíðasamband Íslands óskar þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með viðurkenninguna.
Skrifstofa SKÍ sendir hátíðar kveðjur, og óskar landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar kærlega fyrir samfylgdina á árinu.