SKÍ sendir keppanda á HM á snjóbrettum

Heimsmeistaramótið á snjóbrettum fer fram í Aspen, Bandaríkjunum, dagana 10.-16.mars næstkomandi. Upphaflega átti mótið að fara fram í Kína en var síðar fært til Kanada  en á hvorugum staðnum var hægt að halda mótið útaf covid-19 takmörkunum. Á endanum var ákveðið að mótið færi fram í Aspen í Bandaríkjunum. Einn íslenskur keppandi fer á vegum SKÍ en það er Marinó Kristjánsson úr A-landsliðinu. Marinó er eini íslenski keppandi sem náði tilskyldum lágmörkum fyrir þátttöku á mótinu. Með honum í för verður Einar Rafn Stefánsson, landsliðsþjálfari SKÍ á snjóbrettum.

Þeir félagar héldu út til Bandaríkjana í gær og verða komnir til Aspen seinna í dag. Marinó hefur keppnisrétt í slopestyle og big air keppnunum en undankeppnin í slopstyle fer fram 10.mars og í big air 14.mars. Ásamt því að taka þátt á HM mun Marinó einnig keppa á einu heimsbikarmóti á sama stað þann 19.mars.

Við munum fylgjast með þeim félögum á okkar samfélagsmiðlum og flytja fréttir. 

Lifandi dómgæsla og úrslit frá HM verður hægt að sjá hér.