Sigríður Dröfn og Sturla Snær Íslandsmeistarar í svigi

Skíðamóti Íslands í alpagreinum lauk í dag með keppni í svigi.

Í kvennaflokki sigraði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir en þetta er hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill. Jóhann Lilja Jónsdóttir varð í 2.sæti og Auður Björng Sigurðardóttir í 3.sæti.

Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason og er þetta í fjórða sinn sem Sturla Snær verður Íslandsmeistari í svigi. Jón Erik Sigurðsson varð í 2.sæti og Björn Davíðsson í 3.sæti.

Konur
1. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, SKRR
2. Jóhanna Lilja Jónsdóttir, UÍA
3. Auður Björg Sigurðardóttir, SKRR

Karlar
1. Sturla Snær Snorrason, SKRR
2. Jón Erik Sigurðsson, SKRR
3. Björn Davíðsson, Breiðablik

19-20 ára stúlkur
1. Ingibjörg Embla Min Jónsdóttir, SKA

19-20 ára drengir
1. Alexander Smári Þorvaldsson, SKA
2. Hákon Karl Sölvason, SKA

17-18 ára stúlkur
1. Jóhann Lilja Jónsdóttir, UÍA
2. Auður Björg Sigurðardóttir, SKRR
3. Aníta Rós Karlsdóttir, SKRR

17-18 ára drengir
1. Jón Erik Sigurðsson, SKRR
2. Björn Davíðsson, Breiðablik
3. Brynjólfur Máni Sveinsson, Dalvík

Heildarúrslit má sjá hér.