Samæfingu í skíðagöngu lauk um helgina

Á sunnudaginn lauk samæfingu í skíðagöngu sem fór fram á Akureyri. Um 30 iðkendur tóku þátt í samæfingunni frá Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Ólafsfirði. Gist var í Oddeyrarskóla og ýmist æft á Akureyri eða í næsta nágrenni. Allir úr A og B landsliðum voru á æfingunni ásamt Vegar Karlstrom, landsliðsþjálfara í skíðagöngu. Almennt gengu æfingarnar virkilega vel og fóru allir þátttakendur ánægðir en þreyttir heim eftir átök helgarinnar.

Hér að neðan má sjá smá myndband frá æfingunum.