Samæfing/hæfileikamótun í skíðagöngu

Skíðasamband Íslands auglýsir þrek-/samæfingu fyrir alla iðkendur skíðagöngu á Íslandi sem fæddir eru 2009 og eldri. Æfingin verður með venjubundnu sniði eins og margir þekkja og verður hún haldin á Akureyri helgina 1.-3.október. Nánari dagskrá ásamt kostnaði kemur föstudaginn 24. september. Skráningarfrestur á æfinguna verður til og með 28. september. Skráningar skulu sendast á dagbjartur@ski.is.

Æfingin er einnig hugsuð sem hæfileikamótunarverkefni fyrir þá sem fæddir eru 2003 - 2007. Skíðasamband Íslands er að fara af stað með verkefni, sem verður árlegt, fyrir unglinga og ungmenni á aldrinum 14 - 18 ára. Verkefnið er í fólgið í því að aðstoða ungt og efnilegt skíðafólk að ná markmiðum sínum á æfingum og í keppni. Helstu markmið verkefnisins er að skapa vetvang fyrir iðkendur að kynnast því hvað er að vera afreksíþróttamaður, auka tæknilega færni og skapa tækifæri fyrir iðkendur frá öllum landshlutum til að koma saman og æfa. Skíðagöngunefnd SKÍ er að setja upp dagskrá þar sem vonandi allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Farið verður í æfinga- og/eða keppnisferð erlendis fyrir þá sem fæddir eru 2005 og eldri og er það meðal annars undirbúningur fyrir EYOF (Ólympíuhátíð evrópuæskunnar). Dagsetning á þessari ferð ræðst af mótatöflum hér heima og erlendis. EYOF verður haldið í Finnlandi 21-25. mars 2022 og er fyrir þá sem fæddir eru 2003 - 2004 og fara fjórir þátttakendur af hvoru kyni.

Ein samæfing á skíðum verður á Íslandi æfinga- og keppnistímabilið 2021 - 2022. Verður það æfing frá föstudegi til sunnudags. Nánari dagsetning ræðst af snjóalögum og veðuraðstæðum.

Nánari upplýsingar veitir Dagbjartur Halldórsson afreksstjóri SKÍ (sími: 660-1075).