Samæfing í skíðagöngu gekk vel

Dagana 7.-10.júní fór fram samæfing í skíðagöngu í Reykjavík. Landsliðin í skíðagöngu mættu ásamt um 15 öðrum iðkendum frá aðildarfélögum SKÍ. Vegard Karlstrøm, landsliðsþjálfari, var með yfirumsjón með æfingunum en honum til aðstoðar voru nokkrir þjálfarar, meðal annars þjálfarar frá aðildarfélögum SKÍ.

Teknar voru sex æfingar frá fimmtudegi til sunnudags þar sem ýmist var farið að hlaupa eða á hjólaskíði. Tveir fyrirlestrar voru í boði fyrir þátttakendur, annar um mikilvægi svefns og hinn um markmiðasetningu og íþróttasálfræði.

Næsta samæfing í skíðagöngu verður á Akureyri í ágúst og verður hún auglýst fljótlega.