Samæfing í skíðagöngu 15.-17. júní

Hópurinn á samæfingunni í ágúst 2018
Hópurinn á samæfingunni í ágúst 2018

Samæfing skíðagöngufólks 15.-17. júní 2019 í Reykjavík, fyrir 13 ára og eldri (2007 og eldri)

Fyrsta samæfing sumarsins er í umsjá Skíðagöngufélagsins Ulls og fer fram í Reykjavík 15.-17. júní 2019.  Gist verður í skíðaskála ÍR og Víkings í Bláfjöllum.  Æfingarnar munu, að mestu, fara fram í Bláfjöllum, en eitthver hluti í Reykjavík.  Þegar æfing fer fram í Reykjavík verða þjálfarar, iðkendur og/eða foreldrar þeirra að sjá um eigin ferðir til/frá Reykjavík.  Mæting er skíðaskála ÍR/Víkings í Bláfjöllum kl. 09:00 laugardaginn 15. júní og æfingar á hefjast kl. 09:30.  Boðið verður uppá hádegis- og kvöldmat á laugardag og morgun- hádegis- og kvöldmat á sunnudag og svo morgun- og hádegismat á mánudag.  Þátttakendur þurfa að hafa með sér: Sæng/svefnpoka, kodda, lak, æfingafatnað, hlaupaskó, hjólaskíði, stafi, hjálm, sundföt og handklæði.  

Landslið SKí verður einnig með æfingar á sama tíma undir handleiðslu Vegards Karlström landsliðsþjálfara.  Héruð skulu senda a.m.k. einn fararstjóra/þjálfara með sínu liði sem sjá um æfingar fyrir aðra en þá sem eru í landsliði.  Fararstjóri/þjálfari sér einnig um að keyra iðkendur á milli staða.

Dagskrá:

  • Mæting kl. 09:00, laugardaginn 15/6
  • Æft tvisvar á dag, laugardag og sunnudag, hjólaskíði, hlaup og þrek + farið í sund
  • Morgunæfing á mánudag – Lokið kl. 12:00 á mánudaginn 17/6

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752.  Þau félög sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á ski@ski.is í síðasta lagi fimmtudaginn 13. júní.  Í skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar um fjölda þátttakenda, hvort sem um ræðir iðkendur eða þjálfara.

Kostnaður við hvern þátttakenda er 15.000 kr.  Innifalið í því er gisting, matur, leiðsögn þjálfara allan tímann og ein æfing með landsliðsþjálfara SKÍ.  Millifæra þarf gjaldið inná reikning Skíðasambands Íslands (kt. 590269-1829 – reikn. 162-26-3860) í síðasta lagi 13. júní 2019.  Félag getur millifært fyrir alla sína iðkendur, ef vilji er fyrir því.

SKÍ og Skíðagöngufélagið Ullur