Samæfing hæfileikamótunar í skíðagöngu

Þá er komið að annarri samæfingu hæfileikamótunar skíðagöngu fyrir 14 - 19 ára (fædd 2003-2008). Æfingin verður á Akureyri og mæting er kl. 16 föstudaginn 7.október og henni lýkur kl. 14 sunnudaginn 9. október. 

Gist verður í uppábúnum rúmum í sumarhúsi við rætur Hlíðarfjalls, sjá Hrímland.

Æfingin mun kosta 25.000 kr. og er skráningarfrestur til og með 18. september. Greiða þarf þátttökugjald inn á reikning SKÍ kt. 590269-1829 reikn. 0162-26-003860 um leið og skráning fer fram í mótakerfi SKÍ.

Nánari upplýsingar og æfingaplan verða birtar á facebook síðu Hæfileikamótunar SKÍ - Skíðaganga