Sævar keppti í Finnlandi

Sævar Birgisson við keppni á Ólympíuleikunum í Sochi 2014
Sævar Birgisson við keppni á Ólympíuleikunum í Sochi 2014

Um helgina keppti Sævar Birgisson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, á Scandinavian Cup í Finnlandi. Sævar tók þátt í tveimur greinum, 15km göngu með hefðbundinni aðferð og 1,2km sprettgöngu, en þetta eru fyrstu mót Sævars á nýju keppnistímabili. 

15km ganga með frjálsri aðferð
Sævar endaði í 151.sæti og fékk fyrir það 168.34 FIS punkta. Á heimslistanum í lengri vegalengdum er Sævar með 200.23 FIS punkta og því um góða bætingu að ræða. 

Sprettganga

Sævar endaði í 135.sæti og fékk fyrir það 164.56 FIS punkta. Á heimslistanum í sprettgöngu er Sævar með 240.92 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða, þó hefur Sævar verið neðar á listanum áður en í kringum Ólympíuleikana 2014 var hann með um 120 FIS punkta á heimslistanum. Undanfarin ár hefur sprettganga verið aðalgreinin hans Sævars og það verður gaman að sjá hvað hann gerir í vetur. 

Öll úrslit frá mótinu má sjá hér