Öruggur sigur hjá Tobiasi Hansen í Voss í Noregi

Frá verðlaunaafhendingu
Frá verðlaunaafhendingu

Tobias sigraði á alþjóðlegu stigamóti í Voss í Noregi sem fram fór 12. mars sl.

Hann fór fyrri ferð á 1 mín. 19,28 sek og þá síðari á 1:18,08 mín. og með samanlagðan tíma 2:37,36 mín. eða 1,88 sek á undan næsta manni, sem var Elías Vik frá Noregi.

Úrslit mótsins má sjá hér

Þessi árangur gefur Tobíasi 42,73 FIS stig.

Tobias verður mikið á ferðinn mun keppa á nokkrum mótum á næstunni, í Svíþjóð og Noregi aðallega.