Orkugangan - úrslit

Mynd fengið af fésbókarsíðu Orkugöngunnar
Mynd fengið af fésbókarsíðu Orkugöngunnar

Á laugardaginn var fór Orkugangan fram í nágreni Húsavíkur. Orkugangan er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni en gengnir voru 25 km með hefðbundinni aðferð. Frábært veður var á svæðinu, sól og hiti. Fyrst kvenna í mark var Elsa Guðrún Jónsdóttir og fyrstur karla var Einar Kristjánsson.

Öll úrslit má skoða hér.
Stöðu í heildarkeppni Íslandsgöngunnar má sjá hér.
Fleiri myndir frá keppninni má sjá á fésbókarsíðu mótsins.

Nú er aðeins ein keppni eftir í Íslandsgöngumótaröðinni en það er Fossavatnsgangan 4. maí