Ólympíuleikar ungmenna (YOG) í Gangwon Suður Kóreu

Íslensku keppendurnir í skíðagöngu lentu heima seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag frá Suður Kóreu

Það voru þau Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir sem tóku þátt í skíðagöngu á fyrir Íslands hönd á YOG. Þau náðu besta árangri sem íslenskt skíðagöngufók hefur ná á þessum leikum. 

í skautaspretti hafnaði María Kristín í 59. sæti af 79 keppendum og Hjalti í 58. sæti af 80 keppendum. María Kristín hafnaði síðan í 54. sæti af 77 keppendum 7.5 km með hefðbundinni aðferð og Hjalti í 44. sæti af 78 keppendum. Virkilega flottur árangur hjá okkar fólki og erum við mjög stolt af þeim sem og öllum okkar keppendum á leikunum. 

Aðstæður voru frábærar til æfinga og keppni, gott veður og færi, þó vissulega hafi brautirnar verið krefjandi. Það var allt til alls á leikunum og öll umgjörð eins og best verður á kosið og kemur hópur sannarlega reynslunni ríkari heim. 

Keppendur sem og þjálfarar og allt Íslenska teymið stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar í einu og öllu. 

SKÍ óskar sínum keppendum til hamingju með flottan árangur á leikunum.