ÓL 2022 - Snorri í 36.sæti í 15 km C

Snorri Einarsson að hita upp í Peking. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson að hita upp í Peking. Mynd: Nordic Focus

Snorri Einarsson keppti í sinni annarri grein á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Í morgun var í keppt í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og einstaklingsræsingu. 

Snorri Einarsson hóf keppni nr. 11 í rásröðinni af alls 99 keppendum sem hófu leik. Snorri átti rólega göngu í byrjun en virkilega sterka síðustu 5 km og endaði í 36.sæti. Er þetta besti árangurinn hans í vetur í þessari grein.

Heilarúrslit má sjá hér.

Næst á dagskrá í skíðagöngunni er liðasprettur hjá þeim Isak Stianson Pederson og Snorra Einssyni. Liðaspretturinn fer fram 16.febrúar og að lokum keppir Snorri í 50 km göngu þann 19.febrúar sem er jafnframt lokagrein okkar fólks á leikunum.