ÓL 2022 - Magnaður endir hjá Snorra, 23.sæti

Snorri Einarsson. Mynd: Nordic Focus
Snorri Einarsson. Mynd: Nordic Focus

Í dag fór fram síðasta keppnisgrein okkar keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Snorri Einarsson vera meðal þátttakenda í 28,4 km göngu með frjálsri aðferð. Upphaflega átti að fara 50 km en bæði var keppnin stytt og seinkað vegna vonsku veðurs. Gríðarlegur kuldi var á svæðinu eða tæplega -20°C ásamt vindkælingu og því var ákveðið, með hagsmuni keppenda að leiðarljósi að stytta gönguna enda mjög kalt.

Snorri Einarsson hafði rásnúmer 38 en ræst var út eftir stöðu á heimslista. Framan af var Snorri í í fremsta hópi en á seinni hluta göngunnar slitnaði hann aðeins frá fyrsta hópnum. Snorri átti virkilega góða og stöðuga göngu og endaði að lokum í 23.sæti sem er besti árangur sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð á Vetrarólympíuleikum.

Heidlarúrslit má sjá hér.