ÓL 2022 - Íslenska sveitin í 19.sæti í liðaspretti

Liðaspretturinn í fullu fjöri. Mynd: Nordic Focus
Liðaspretturinn í fullu fjöri. Mynd: Nordic Focus

Þeir Isak Stianson Pedersen og Snorri Einarsson kepptu í nótt í liðaspretti á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Alls voru 25 þjóðir sem tóku þátt þar sem tveir kepptu fyrir hverja þjóð og tóku hvor um sig þrjá spretti. Íslenska sveitin var í undanriðli B en þar enduðu þeir í 10.sæti af 12 þjóðum og samtals í 19.sæti af 25 þjóðum ef horft er til beggja undanriðla. Íslenska sveitin kom inní keppnina sem lakasta sveitin ef horft er til heimslista FIS og því að vinna sig upp um sex sæti miðað við styrkleika.

Snorri gekk fyrri sprett og Isak þann seinni. Fyrstu 4-5 sprettina voru þeir með í pakkanum en undir lokin slitnuðu þeir aðeins frá fyrstu mönnum. 

Heildarúrslit má sjá hér.

Snorri er því eini íslenski keppandi sem hefur ekki lokið keppni á leikunum en hann tekur þátt í 50 km göngu á laugardag.