ÓL 2022 - Hólmfríður útúr stórsviginu

Keppni í alpagreinum hófst í dag á Vetrarólmpíuleikunum í Peking. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir var meðal keppenda í stórsvigi en það er hennar fyrsta keppnisgrein af þremur.

Hólmfríður Dóra hóf leik nr. 61 í röðinni en náði því miður ekki að ljúka fyrri ferð. 

Úrslit úr stórsviginu má sjá hér.

Á morgun, þriðjudaginn 8.febrúar, keppa þau Isak Stianson Pedersen og Kristrún Guðnadóttir í sprettgöngu. Næsta keppni hjá Hólmfríði er 9.febrúar þegar keppni í svigi fer fram.