ÓL 2022 - Hólmfríður með besta mótið á ferlinum í risasvigi

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir lauk keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt þegar hún tók þátt í risasvigi kvenna. Hólmfríður Dóra hafði rásnúmer 39 af alls 44 en meiri kröfur eru gerðar um þátttöku í hraðagreinum en í tæknigreinum og því færri keppendur í risasviginu en í svigi og stórsvigi.

Í risasvigi er einungis farin ein ferð og átti Hólmfríður Dóra frábæran dag í brautinni. Hún endaði í 32.sæti eftir að hafa skíðað virkilega vel. Það sem er ennþá áhugaverðara við árangurinn er það að hún náði sínum bestu FIS stigum á ferlinum í risasvigi og bætir stöðu sína á heimslistanum í risasvigi. Fyrir mótið fékk Hólmfríður Dóra 63.13 FIS stig og var einungis 3,9 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Löru Gut frá Sviss.

Heildarúrslit á má finna hér.

Eins og áður segir hefur þá Hólmfríður Dóra lokið keppni á leikunum. Keppni hjá körlum hefst 13.feb með keppni í stórsvigi og 16.feb með kepni í svigi.