Októberferð alpagreina og snjóbretta

Vegna aðstæðna á jöklum í Evrópu hefur verið ákveðið að færa ferðina í skíðahúsið Snö í Osló. Við vorum svo heppin að geta fært allan hópinn, sem er um 50 manns, í flug og aðrar bókanir til Osló. Dagarnir hliðrast aðeins, farið verður degi fyrr og ferðin styttist aðeins. Flogið verður til Osló 14. október kl. 7:50 og komið til baka 22. október kl. 14:45 til Keflavíkur.

 

Nú þarf að greiða staðfestingargjald kr. 200.000 inn á reikning Skíðasambands Íslands kt. 590269-1829 reikningsnr. 0162-26-003860. Greiða verður í síðasta lagi 13. september og senda kvittun á netfangið dagbjartur@ski.is þar sem tilgreint er fyrir hvern er verið að greiða.

 

Eins og venjan er í svona ferðum þá hefst hún í Keflavík og endar þar. Nánari tímasetningar og ferðatilhögun skýrast þegar nær dregur.

 

Ef einhverjar spurningar vakna þá veitir Dagbjartur nánari upplýsingar á netfanginu dagbjartur@ski.is