Októberferð alpagreina

Skíðasamband Íslands auglýsir hér með samæfingu í Austurríki fyrir 16 ára og eldri. Ferðin er frá 17. október til 27. október. Þessi ferð er skipulögð sameiginlega með hæfileikamótunarverkefni SKÍ þar sem aldurinn er 14-18 ára.

Þessi ferð er árleg og hefur tekist með ágætum en covid skall á svo ekki tókst að fara síðastliðinn vetur. Helgina 23.-24. október verður keppt í heimsbikar í Sölden sem vonandi gefst tækifæri til að fara og horfa á ef áhorfendur verða leifðir.

Skráningarfrestur í ferðina er til og með 5. september. Nánari upplýsingar og veitir Dagbjartur Halldórsson, afreksstjóri SKÍ, í síma 660-1075. Skráningar skulu sendar á dagbjartur@ski.is.