Munið eftir fundinum í kvöld

Í aðdraganda skíðaþings sem fer fram 29.-30.október hefur verið ákveðið að hafa rafrænan umræðufund um afreksstefnu SKÍ. Afreksstefna SKÍ er til endurskoðunar reglulega og þarf að fara yfir hvernig hefur gengið, hvað hefur heppnast vel og hvað má betur fara. Eins og flestir vita sem hafa setið skíðaþing þá geta ákveðin málefni tekið lengri tíma en önnur, eins og afreksstefna. Þess vegna er þessi fundur settur upp til að reyna að fá dýpri umræðu um þetta málefni fyrir skíðaþingið.

 

Fundurinn er opinn öllum og hvetjum við sem flesta til að sækja fundinn. Endilega að lesa yfir afreksstefnuna og kynna sér málið.

 

Fundurinn fer fram 14.október kl.20-21:30 og verður haldinn í Microsoft Teams.   Click here to join the meeting