Undirbúningur landsliða Skíðasambands Íslands fyrir Ólympíuleikana stendur nú sem hæst og næstu dagar verða afar annsamir hjá íslenskum keppendum í alpagreinum, skíðagöngu og snjóbretti. Íslendingar keppa víða um heim á næstu dögum og safna dýrmætum stigum, reynslu og sjálfstrausti inn í keppnistímabilið.

Gauti Guðmundsson og Bjarni Þór Hauksson hefja keppnishelgina á morgun þegar þeir taka þátt í Evrópubikarmóti í svigi í Levi, Finnlandi.
Um helgina mun svo allt karla landsliðið okkar, Gauti Guðmundsson, Jón Erik Sigurðsson, Matthías Kristinsson, Tobias Hansen, Bjarni Þór Hauksson og Pétur Reidar Pétursson, taka þátt í alþjóðlegum FIS-mótum í svigi í Levi.
Að þeim mótum loknum heldur hópurinn áfram til Svíþjóðar, þar sem keppt verður á næstu dögum, áður en ferðinni er heitið til Noregs þar sem frekari mót bíða þeirra.
Hófí Dóra Friðgreirsdóttir heldur einnig áfram sínu keppnistímabili og tekur þátt í alþjóðlegum stórsvigsmótum í Arosa, Sviss í næstu viku. Eftir það mætir hún til leiks í sínum fyrsta Evrópubikar á nýju tímabili þegar hún keppir í stórsvigi í Zinal, Sviss.

Skíðagöngulandsliðið, Dagur, Kristrún, Einar Árni og Ástmar Helgi, eru stödd í Gällivare í Svíþjóð, þar sem þau taka þátt í sterkum alþjóðlegum mótum. Keppt verður í:
Sprettgöngu á föstudag,
10 km klassískri göngu á laugardag,
10 km göngu með frjálsri aðferð á sunnudag.
Í kjölfarið heldur liðið til Östersund, þar sem það tekur þátt í Scandinavian Cup, einni af stærstu og sterkustu mótaröðum Evrópu í skíðagöngu.

Snjóbrettalandsliðið heldur nú til Kína, þar sem Anna Kamilla Hlynsdóttir og Arnór Dagur Þóroddsson taka þátt í Heimsbikarmótum í Big Air í Secret Garden og Peking. Þar reyna þau að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana.
Að loknum keppnum í Kína fljúga þau beint til Bandaríkjanna, þar sem þau taka þátt í Big Air keppni í Steamboat, einu af stórmótum vetrarins.

Skíðasambandið óskar sínu fólki góðs gengis og hlakkar til að fylgjast með þeim næstu vikurnar.
Hægt er að fylgjast með live timing á heimasíðu FIS