Matthías sigrar í svigi í Garmisch-Partenkirchen

Alpagreinalandsliðið keppti í svigi í Garmisch-Partenkirchen

Matthías vann glæsilegan sigur í svigi á móti sem fram fór í Garmisch-Partenkirchen í dag. Hann var með fjórða besta tímann eftir fyrri ferð, en skilaði besta tíma í seinni ferð og tryggði sér þar með sigur í mótinu.

Fyrir þennan árangur hlaut Matthías 23 FIS-punkta, sem skilar honum verulegri bætingu á heimslistanum. Með þessari bætingu gæti hann hafa unnið sér inn keppnisrétt í Heimsbikarnum í svigi, en það mun skýrast þegar næsti FIS-listi verður birtur. Það eru mörg ár síðan Ísland átti keppanda í Heimsbikarnum í þessari grein og væri það því stór áfangi fyrir íslensk skíði.

Bjarni Þór Hauksson átti einnig gott mót, keyrði sig upp um þrjú sæti milli ferða og endaði í 8. sæti.
Pétur Reidar Pétursson lauk því miður ekki fyrri ferðinni.

Sjá úrslit hér

Skíðasamband Íslands óskar Matthíasi innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og frábæra frammistöðu.