Matthías Kristinsson sigrar í svigi í Gaal, Austurríki

Alpagreinalandsliðið skín í Gaal, Austurríki

Alpagreinalandslið Íslands keppti í dag í svigi í Gaal, Austurríki, og sannaði að alpagreinalandslið karla er vel samkeppnishæft á erlendri grundu.

Matthías Kristinsson var með annar besta tímann eftir fyrri ferðina, en náði besta tímann í seinni ferðinni og tryggði sér sigur í mótinu. Þetta bætti umtalsvert FIS-punkta hans, aðeins annað mót á ferlinum sem hann hefur náð jafn góðum punktum, og færir hann upp heimslistann.

„Það var frábært að ná sigrinum í dag og gott að bæta FIS-punktana líka. Keppnin var hörð en skemmtileg, og það er frábært að sjá hversu sterk breiddin er í liðinu okkar,“ segir Matthías.

Gauti endaði í 7. sæti, en bætti ekki FIS-punkta sína. Pétur Reidar endaði í 18. sæti, en bætti FIS-punkta sína og styrkti stöðu sína á heimslistanum með góðum tíma.

Jón Erik og Tobias náðu ekki að ljúka seinni ferðinni.

Breiddin í liðinu er einstök, þar sem keppendur skiptast á að vinna mót og enda í verðlaunasætum. Ísland hefur ekki átt svona marga góða og jafna skíðamenn í alpagreinum í mörg ár, og þessi mót undanfarna daga sýna að landsliðið er sterkt og samkeppnishæft á alþjóðavettvangi.

Skíðasambandið óskar Matthíasi innilega til hamingju með árangurinn.