Matthías Kristinsson náði frábærum árangri á alþjóðlegu FIS-móti í svigi í Geilo í Noregi í dag og hafnaði í 2. sæti. Matthías var með 3. besta tímann í fyrri ferð og 4. besta í seinni ferð, sem samanlagt dugði honum til þess að tryggja sér annað sætið í sterku móti.
Fleiri íslenskir skíðamenn- og konur tóku einnig þátt í mótaröðinni í Geilo, en Matthías var eini landsliðsmaðurinn sem keppti bæði í dag og í gær. Í gær lauk hann keppni í 5. sæti, sem bætti stöðu hans enn frekar á Ólympíulistanum.
Úrslit má finna hér.
➡️ Úrslit mótanna í Geilo má finna hér
Skíðasambandið óskar Matthíasi innilega til hamingju með árangurinn.
